Meitlun
RÁðgjöf

FRAMKOMA
SAMSKIPTI VIÐ FJÖLMIÐLA
SKÝR SKILABOÐ
BEINAR ÚTSENDINGAR
ÚTGEISLUN OG SJÁLFSTRAUST

ÞJÁLFUN Í

framkomu

og samskiptum

við fjölmiðla

Á Íslandi er alsiða að kalla óreynt fólk í fjölmiðlaviðtöl með skömmum fyrirvara. Ráðgjöf og þjálfun í framkomu í fjölmiðlum er nauðsynleg öllum sem geta átt von á því að þurfa að tjá sig í fjölmiðlum, hvort sem er í ljósvaka eða á prenti. Gott getur verið að þekkja innri uppbyggingu viðtala, vinnubrögð fjölmiðla og hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, eru í gildi í samskiptum við fjölmiðlafólk. 

Þjálfun og ráðgjöf Snærósar miðar að því að efla sjálfstraust og gefa þeim góð verkfæri sem geta átt von á opinberri framkomu í fjölmiðlum. Þá snýst ráðgjöfin öðrum þræði um að meitla þau skilaboð sem viðmælandi vill koma á framfæri til að forðast að eiga sitthvað ósagt þegar viðtali er lokið. 

Ráðgjöfin hentar öllu því fólki sem fer fyrir opinberum stofnunum, starfar í stjórnmálum eða innan fræðasamfélagsins, stjórnendum fyrirtækja, listamönnum og forsvarsfólki hvers konar félagasamtaka eða baráttuhópa.

  • Ráðgjöf í gegnum vefinn

    1-2 klst einstaklingsmiðuð ráðgjöf um fjölmiðlaframkomu, helstu atriði til að hafa í huga og góða framkomutækni. 

    Farið verður yfir sterka uppbyggingu viðtala, meitlun skilaboða og hvernig best sé að undirbúa sig fyrir beina útsendingu.
    Einnig verða veitt góð ráð til að forðast helstu mistök í viðtölum og samskiptum við fjölmiðlafólk. 

  • Ítarlergri Þjálfun og Ráðgjöf

    3-5 klst þjálfun og ráðgjöf sem miðar að undirbúningi fyrir tiltekið viðtal eða umfjöllunarefni.

    Þjónustan inniheldur alla þá ráðgjöf sem finna má í smærra tilboði, en einnig raunþjálfun í viðtali um tiltekið málefni. Þjálfunin gerir viðkomandi kleift að æfa svör tiltekinna spurninga og fá góða tilfinningu fyrir þeim atriðum sem gætu komið upp í fjölmiðlaviðtali.

  • Þjálfun og ráðgjöf í eigin persónu

    Í boði frá ágúst 2025

  • „Ráðgjöfin hjá Snærós skipti sköpum þegar kom að sjálfstrausti mínu í samskiptum við fjölmiðla. Hún gaf mér haldbær tól sem nýttust vel og passaði að ég gleymdi ekki að hafa húmorinn með!“

    Stjórnandi í menningargeiranum

  • „Það var ótrúlegt hvað Snærós tókst að leiðbeina á einfaldan og skýran hátt hvað virkar og hvað ekki í fjölmiðlum. Hefur gagnast mér mjög mikið í störfum mínum og aukið sjálfstraustið til muna.“

    Alþingismaður

  • „Ég hef nokkrum sinnum leitað til Snærósar þegar ég þarf á því að halda að skilaboð okkar komist skýrt og klárt til skila í viðkvæmum málum. Hún hefur veitt ómælda aðstoð við að einfalda flókin mál.“

    Verkefnastjóri íslenskra mannúðarsamtaka

  • „Það er bara engin betri í crisis management. Snærós er skýr og hreinskilin. Hún lýsir manni veginn út úr öllu óþarfa drama en skýst aldrei undan alvöru baráttum. Með hennar hjálp hef ég gengið út úr verstu aðstæðum með höfuðið hátt og hjartað á réttum stað.“

    Tónlistarmaður

  • „Þurfti að skrifa grein um ákveðið efni en hafði ekki tíma. Leitaði til Snærósar sem var eldsnögg og skrifaði betri texta en ég hefði getað skrifað. Margborgaði sig að fá fagmann í verkið.“

    Stjórnarformaður